Laugavegshlaupið fer fram á laugardag: 650 manns hlaupa 55 kílómetra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 12:30 Laugavegurinn. ÍBR Eitt sinn þótti það afrek að hlaupa maraþon en nú eru 650 manns skráð til leiks í Laugavegshlaupið en þar er hlaupið yfir fjöll og firnindi. Fer hlaupið fram í 26. skipti. Alls eru 650 galvaskir skráðir til leiks í hlaipið sem hefst í Landmannalaugum á morgun, laugardag. Um er að ræða 417 karlar og 233 konur. Hlauparar koma alls staðar að úr heiminum, en um 30 prósent eru af erlendu bergi brotin. Erlendu keppendurnir koma frá 32 mismunandi þjóðernum, en flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsdal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leiðina á fjórum dögum en met hlaupatími í karlaflokki á Þorbergur Ingi Jónsson, hljóp hann á þremur klukkustundum og 59 mínútum. Í kvennaflokki á Andra Kolbeinsdóttir metið en hún setti það á síðasta ári er hún hljóp á fjórum klukkustundum og 55 mínútum. Varð hún þar með fyrst kvenna að klára hlaupið á undir fimm klukkustundum. Mikil aðsókn var í hlaupið í ár, en tekið var upp nýtt skráningarkerfi þar sem stigahæstu hlaupararnir komust inn og aðrir fóru í lottó. Skráning fyrir 2023 hefst svo 3. nóvember, en þá þurfa allir hlauparar að hafa 390 ITRA stig til að komast í lottóið. Búist er við spennandi keppni í ár þar sem margir af bestu hlaupurum landsins mæta til leiks, þar á meðal Arnar Pétursson sem fer í sitt fyrsta Laugavegshlaup, en hann hefur aldrei tekið þátt í utanvegahlaupi lengra en 26 kílómetra. Andrew Douglas sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur til leiks og verður spennandi að sjá hvort hann vinni annað árið í röð. Þá mætir Kris Brown frá Bandaríkjunum til leiks í fyrsta Laugavegshlaupið sitt en hann er reyndur Ultra hlaupari og gæti veitt Arnari og Andrew mikla keppni. Í kvennaflokki er Andrea Kolbeinsdóttir fremst í flokki, en hún hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup í fyrra. Candice Schneider frá Bandaríkjunum hefur náð góðum árangri í fjölda hlaupa og verður gaman að sjá hana í íslenskum aðstæðum. Hlaup Laugavegshlaupið Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira
Alls eru 650 galvaskir skráðir til leiks í hlaipið sem hefst í Landmannalaugum á morgun, laugardag. Um er að ræða 417 karlar og 233 konur. Hlauparar koma alls staðar að úr heiminum, en um 30 prósent eru af erlendu bergi brotin. Erlendu keppendurnir koma frá 32 mismunandi þjóðernum, en flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsdal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leiðina á fjórum dögum en met hlaupatími í karlaflokki á Þorbergur Ingi Jónsson, hljóp hann á þremur klukkustundum og 59 mínútum. Í kvennaflokki á Andra Kolbeinsdóttir metið en hún setti það á síðasta ári er hún hljóp á fjórum klukkustundum og 55 mínútum. Varð hún þar með fyrst kvenna að klára hlaupið á undir fimm klukkustundum. Mikil aðsókn var í hlaupið í ár, en tekið var upp nýtt skráningarkerfi þar sem stigahæstu hlaupararnir komust inn og aðrir fóru í lottó. Skráning fyrir 2023 hefst svo 3. nóvember, en þá þurfa allir hlauparar að hafa 390 ITRA stig til að komast í lottóið. Búist er við spennandi keppni í ár þar sem margir af bestu hlaupurum landsins mæta til leiks, þar á meðal Arnar Pétursson sem fer í sitt fyrsta Laugavegshlaup, en hann hefur aldrei tekið þátt í utanvegahlaupi lengra en 26 kílómetra. Andrew Douglas sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur til leiks og verður spennandi að sjá hvort hann vinni annað árið í röð. Þá mætir Kris Brown frá Bandaríkjunum til leiks í fyrsta Laugavegshlaupið sitt en hann er reyndur Ultra hlaupari og gæti veitt Arnari og Andrew mikla keppni. Í kvennaflokki er Andrea Kolbeinsdóttir fremst í flokki, en hún hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup í fyrra. Candice Schneider frá Bandaríkjunum hefur náð góðum árangri í fjölda hlaupa og verður gaman að sjá hana í íslenskum aðstæðum.
Hlaup Laugavegshlaupið Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira