Haturssíður með hýsingu á Íslandi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. júlí 2022 16:00 Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. Íslenskur hýsingaraðili síðunnar kallar sig 1984 og kveðst ganga fram í nafni tjáningarfrelsis. Í sjálfu sér er gott og blessað að standa vörð um tjáningarfrelsið, en það ber að athuga að sum tjáning gengur út fyrir mörk þess. Beinar hótanir, hatursorðræða, ærumeiðingar og meinsæri eru allt dæmi um tjáningu sem er réttilega óheimil samkvæmt lögum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem íslenskt hýsingarfyrirtæki er staðið að því að hýsa Gyðingahatur og viðlíka ófögnuð. Íslenska fyrirtækið Orangewebsite hýsir til dæmis nokkrar mjög vafasamar síður og íslensk yfirvöld hafa hingað til lítið sem ekkert aðhafst í því máli. Það er löngu orðið ljóst að yfirvöld þurfa að herða verulega tökin á þeim vefsíðum sem eru hýstar hér á landi. Nýstofnaður starfshópur um hatursorðræðu á Íslandi mun vonandi ná sáttum um aðgerðir gegn slíkum síðum og aðilunum sem hýsa þær, en því miður mun ekki verða af þeim fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. Íslenskur hýsingaraðili síðunnar kallar sig 1984 og kveðst ganga fram í nafni tjáningarfrelsis. Í sjálfu sér er gott og blessað að standa vörð um tjáningarfrelsið, en það ber að athuga að sum tjáning gengur út fyrir mörk þess. Beinar hótanir, hatursorðræða, ærumeiðingar og meinsæri eru allt dæmi um tjáningu sem er réttilega óheimil samkvæmt lögum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem íslenskt hýsingarfyrirtæki er staðið að því að hýsa Gyðingahatur og viðlíka ófögnuð. Íslenska fyrirtækið Orangewebsite hýsir til dæmis nokkrar mjög vafasamar síður og íslensk yfirvöld hafa hingað til lítið sem ekkert aðhafst í því máli. Það er löngu orðið ljóst að yfirvöld þurfa að herða verulega tökin á þeim vefsíðum sem eru hýstar hér á landi. Nýstofnaður starfshópur um hatursorðræðu á Íslandi mun vonandi ná sáttum um aðgerðir gegn slíkum síðum og aðilunum sem hýsa þær, en því miður mun ekki verða af þeim fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar