Lukaku: Mistök að fara til Chelsea Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 18:15 Romelu Lukaku er enn þá samningsbundinn Chelsea en leikur á láni hjá Inter á næsta leiktímabili. Getty Images Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar. Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira