Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 16:32 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún. Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira