Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir svekkja sig eftir að gott færi fór forgörðum. Vísir/Vilhelm Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld. Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira