Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Ungt fólk að skemmta sér á Plaza del Sol í Barcelona. Thiago Prudencio/GettyImages Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira