Fjármagna áfram hernað Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Vladimír Pútín Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun