„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:45 Hallbera Jóhannesdóttir og Gísli Gíslason ræddu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Manchester í gær. VÍSIR/VILHELM Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld. Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira