Íslensku stelpurnar einkar óheppnar upp við mark andstæðinganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 07:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir að loknum leik gegn Frakklandi. Vísir/Vilhelm Ísland féll í gærkvöld úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Þegar vænt mörk (xG) tölfræði mótsins er skoðuð þá er aðeins Danmörk með verri tölfræði fyrir framan mark andstæðinga sinna en íslenska liðið. Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira