Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 08:30 Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn úr stúkunni eftir jafnteflið gegn Frökkum í gær, vonsviknar á svip eftir að hafa verið svo nálægt því að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira