Forsetinn setur stefnuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:31 Forseti Íslands var á meðal stuðningsmanna á EM, líkt og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, en er núna mættur til Svíþjóðar að sjá aðeins yngra knattspyrnufólk keppa á Gothia Cup. Vísir/Vilhelm „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira