Enn óvíst hvort þjálfari Englands fær að vera á stórleiknum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:31 Sarina Wiegman vonast til að geta glaðst með leikmönnum í kvöld með sigri á Spánverjum, laus úr einangrun. Getty/Catherine Ivill Átta liða úrslitin á EM kvenna í fótbolta hefjast í kvöld og það með stórleik því heimakonur í Englandi mæta þá Spánverjum í Brighton. Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn