Stenson gengur til liðs við LIV og verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 13:46 Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum. Stuart Franklin/R&A/R&A via Getty Images Sænski golfarinn Henrik Stenson hefur misst stöðu sína sem fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum. Búist er við því að Stenson gangi til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina í golfi á næstu dögum. Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022 Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022
Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira