Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í Vesturbænum var tilkynnt um yfirstandandi innbrot skömmu fyrir hádegi. Samkvæmt lögreglu voru á ferðinni tveir einstaklingar í annarlegu ástandi og dró annar þeirra upp hníf þegar að þeim var komið. Húsráðendur náðu þó að yfirbuga manninn áður en lögregla kom á vettvang. Báðir innbrotsþjófarnir voru vistaðir í fangageymslu.
Tilkynnt var um sofandi aðila í stigagangi fjölbýlishúss og var hann vakinn og beðinn um að yfirgefa bygginguna. Þá voru tveir einstaklingar stöðvaðir og grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Annar þeirra var án ökuréttinda.