Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 20:31 Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í loftslagsráði og sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum. Aðsent Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“ Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“
Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira