„Ég gat ekki trúað þessu þegar ég komst yfir endalínuna. Ég var svo rosalega ánægður en þetta er það sem mér hefur dreymt um síðustu tíu ár. Þessi sigur er fyrir bróðir minn,“ sagði Houle eftir sigurinn.
„Ég hef alltaf átt þennan heitasta draum að vinna þessa keppni fyrir bróðir minn sem dó þegar ég varð atvinnumaður í hjólreiðum. Í dag vann ég þetta fyrir hann. Ég hef unnið hart af þessu síðustu tíu ár. Ég veit ekki eiginlega hvað ég á að segja, ég er fyrst og fremst rosalega ánægður,“ bætti Houle við.
Pierrik Houle var aðeins 19 ára gamall þegar hann dó. Pierrik fór út að hlaupa og varð fyrir árekstri og afstungu af ölvuðum ökumanni í heimabæ þeirra í Sainte-Perpétue milli Montreal og Quebec.
„Ökumaðurinn keyrði á hann og stakk af. Ég og fjölskyldan mín þurftum að leita af honum og ég fann hann dauðan u.þ.b. þremur tímum síðar. Endurlífgunartilraunir voru reyndar en þegar ég sá blóð renna bæði úr eyrum hans og munni þá vissi ég að hann væri dáinn,“ sagði Hugo Houle í tilfinningaþrungnu viðtali við Cycling news.
Houle náði með sigrinum í 16 stigi að brúa bilið í efstu menn. Houle er í 27. sæti allra keppenda á 69 klukkutímum og 22 mínútum. Um einni og hálfri klukkustund á eftir Dananum Vingegaard sem leiðir keppnina þegar 17 stig af 21 eru búinn. Slóveninn Tadej Pogacar vann 17 stigið fyrir skömmu.
For Pierrick 💙
— Israel – Premier Tech / Israel Cycling Academy (@IsraelPremTech) July 19, 2022
“This is for my brother”@hugohoule dedicates the biggest win of his career to his brother, Pierrick who was killed by a drunk driver ten years ago.
We have no words to express how proud we are of Hugo. #TDF2022 pic.twitter.com/TQXLsdClXc