Þakkir frá Okkar Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2022 11:31 Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun