Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 19:00 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“ Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“
Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira