Ótrúleg svaðilför Chris Burkard meðfram allri Suðurströndinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júlí 2022 08:00 Félagarnir sigldu yfir ótal jökulárnar sem Chris segir að hafi verið ein mesta áskorunin. Ryan Hill Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi. Chris Burkard, ævintýraljósmyndari og Íslandsvinur.Ryan Hill Ferðalagið tók samtals sjö daga og lauk nú fyrir helgi. Hann var enn að jafna sig eftir átökin þegar blaðamaður náði tali af honum. Chris segist hafa viljað finna nýjar leiðir til að komast í tæri við stórbrotna náttúru Suðurlandsins og þaðan spratt hugmyndin að ferðalaginu. „Þetta verður stundum einhæft, þrátt fyrir fegurðina. Draumurinn er alltaf að upplifa magnaðan stað á nýjan hátt. Ferðamannastraumurinn er líka svolítið kæfandi. Ég hef svo oft verið að keyra um suðurströndina og horft út á sjóndeildarhringinn og hugsað með mér: „hvað ætli sé þarna úti?““ Þegar Chris fór að kanna Suðurströndina nánar komst hann að því að um mjög sögufræga strandlengju er að ræða. Sögur af landnámi og hetjusögum af fólki sem komst rétt lífs af í baráttu við nátturuhamfarir eru alltumlykjandi og vildi hann varpa ljósi á þessa sögu. Aldrei hefur jafn mikill undirbúningur farið í eitt ferðalag hjá ljósmyndaranum.Ryan Hill Jökulárnar stærsta áskorunin „Hjólið hefur verið frábær fararskjóti til að kynnast landinu en á strandlengjunni eru um 40 ár sem þarf að komast yfir. Þannig ég áttaði mig á því að eina leiðin til að komast alla leið sé að taka uppblásinn fleka með í för.“ Chris fór því að æfa sig á uppblásnum kajak í Colorado til að verða loks í stakk búinn til að takast á við allar mögulegar áskoranir á leiðinni. Pakka þurfti bátunum saman og blása þá upp alls um hundrað sinnum á leiðinni.Ryan Hill „Þetta kom mér á bragðið, það var mjög spennandi að takast á við hættulegar ár en á skömmum tíma fór hugmyndin að ferðalaginu frá því að virðast ómöguleg yfir í að vera vel gerleg,“ segir Chris en bætir við að þetta ferðalag, ólíkt mörgum öðrum sem hann hefur farið í hér á landi, myndi krefjast mun meiri undirbúnings. Hann flaug því yfir árnar til að átta sig betur á því hvernig landið lægi. „Svo gistum við í neyðarskýlum, sem sum hver voru uppfull af sandi, og tjölduðum. Þetta var bara eins og þú myndir ímynda þér, bara hrikalega erfitt og mjög ógnvekjandi.“ Neyðarskýlin voru jafnan uppfull af sandi.Ryan Hill Himin og haf virtust saman renna, eins og skáldið sagði. Sumir hlutar leiðarinnar segir Chris hafa verið auðvelda og fljótfarna á meðan aðrir vegkaflar hafi verið mjög strembnir þar sem Chris og félagar þurftu að ýta hjólunum tímunum saman. „Sandurinn sjálfur tekur svo á líkamann og maður finnur fyrir óþægindum á ólíklegustu stöðum líkamans.“ Ógnvekjandi á köflum Veðrið á leiðinni var mjög gott fyrstu og síðustu dagana en þess á milli var vonskuveður og mikil bleyta. Skyggnið var ekki með besta móti á köflum.ryan hill „Það er frekar óhugnalegt af því hlutinn frá Ingólfshöfða til Víkur er mjög hættulegur, maður er mjög langt frá veginum, allar árnar eru jökulsár og mjög stórar, mikið um fuglalíf og það bara hellirigndi.“ Chris er meðvitaður um hætturnar sem leynast á ýmsum stöðum suðurstrandarinnar. „Við sigldum framhjá Reynisfjöru og Vík og stundum var eina leiðin áfram rétt hjá sjónum þar sem það var mikið flóð. Maður þurfti bara að einbeita sér, þessi kafli var ekki beint rólegur þannig að maður gat notið hans.“ Á þriðja degi tók þá félaga um 18 tíma í rigningu að koma sér að neyðarskýliRyan Hill Chris hefur komið til Íslands um sjötíu sinnum og telst sannkallaður Íslandsvinur. Hann reynir eins og hann getur að búa á landinu en hér á hann einnig íbúð. Ferðina um suðurströndina segir hann einhverja þá allra mögnuðustu og sannarlega erfiðustu, þrátt fyrir að hafa áður farið í leiðangra yfir Mýrdalsjökul og hjólað yfir landið um hávetur. Undirbúningurinn var einnig sá mesti fyrir þessa ferð. „Ég veit ekki hvað ég á að líkja þessu við, þetta er smá svona eins og að klífa fjall án þess að vita hvar toppurinn er.“ Ljósmyndari Chris, Ryan Hill, var einnig með í för og tók magnaðar myndir sem má sjá hér að neðan. Á Instagram reikningi Chris Burkard hefur hann að auki sýnt frá ferðalaginu í nokkrum myndböndum sem óhætt er að mæla með. Ryan Hill Gott veður var fyrstu tvo daga leiðangursins.Ryan Hill Úr einni ánni.Ryan Hill Mikið puð er að hjóla lengi á sandi, að sögn Chris.Ryan Hill Ryan Hill Ryan Hill Ryan Hill Ferðalög Siglingaíþróttir Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til. 14. janúar 2022 18:25 Eins og að horfa inn í stóran pítsuofn Ljósmyndarinn Chris Burkard er staddur á Íslandi og hefur farið nokkrar ferðir upp að gosinu til að mynda, meðal annars fyrir National Geographic. 12. apríl 2021 11:30 „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Chris Burkard, ævintýraljósmyndari og Íslandsvinur.Ryan Hill Ferðalagið tók samtals sjö daga og lauk nú fyrir helgi. Hann var enn að jafna sig eftir átökin þegar blaðamaður náði tali af honum. Chris segist hafa viljað finna nýjar leiðir til að komast í tæri við stórbrotna náttúru Suðurlandsins og þaðan spratt hugmyndin að ferðalaginu. „Þetta verður stundum einhæft, þrátt fyrir fegurðina. Draumurinn er alltaf að upplifa magnaðan stað á nýjan hátt. Ferðamannastraumurinn er líka svolítið kæfandi. Ég hef svo oft verið að keyra um suðurströndina og horft út á sjóndeildarhringinn og hugsað með mér: „hvað ætli sé þarna úti?““ Þegar Chris fór að kanna Suðurströndina nánar komst hann að því að um mjög sögufræga strandlengju er að ræða. Sögur af landnámi og hetjusögum af fólki sem komst rétt lífs af í baráttu við nátturuhamfarir eru alltumlykjandi og vildi hann varpa ljósi á þessa sögu. Aldrei hefur jafn mikill undirbúningur farið í eitt ferðalag hjá ljósmyndaranum.Ryan Hill Jökulárnar stærsta áskorunin „Hjólið hefur verið frábær fararskjóti til að kynnast landinu en á strandlengjunni eru um 40 ár sem þarf að komast yfir. Þannig ég áttaði mig á því að eina leiðin til að komast alla leið sé að taka uppblásinn fleka með í för.“ Chris fór því að æfa sig á uppblásnum kajak í Colorado til að verða loks í stakk búinn til að takast á við allar mögulegar áskoranir á leiðinni. Pakka þurfti bátunum saman og blása þá upp alls um hundrað sinnum á leiðinni.Ryan Hill „Þetta kom mér á bragðið, það var mjög spennandi að takast á við hættulegar ár en á skömmum tíma fór hugmyndin að ferðalaginu frá því að virðast ómöguleg yfir í að vera vel gerleg,“ segir Chris en bætir við að þetta ferðalag, ólíkt mörgum öðrum sem hann hefur farið í hér á landi, myndi krefjast mun meiri undirbúnings. Hann flaug því yfir árnar til að átta sig betur á því hvernig landið lægi. „Svo gistum við í neyðarskýlum, sem sum hver voru uppfull af sandi, og tjölduðum. Þetta var bara eins og þú myndir ímynda þér, bara hrikalega erfitt og mjög ógnvekjandi.“ Neyðarskýlin voru jafnan uppfull af sandi.Ryan Hill Himin og haf virtust saman renna, eins og skáldið sagði. Sumir hlutar leiðarinnar segir Chris hafa verið auðvelda og fljótfarna á meðan aðrir vegkaflar hafi verið mjög strembnir þar sem Chris og félagar þurftu að ýta hjólunum tímunum saman. „Sandurinn sjálfur tekur svo á líkamann og maður finnur fyrir óþægindum á ólíklegustu stöðum líkamans.“ Ógnvekjandi á köflum Veðrið á leiðinni var mjög gott fyrstu og síðustu dagana en þess á milli var vonskuveður og mikil bleyta. Skyggnið var ekki með besta móti á köflum.ryan hill „Það er frekar óhugnalegt af því hlutinn frá Ingólfshöfða til Víkur er mjög hættulegur, maður er mjög langt frá veginum, allar árnar eru jökulsár og mjög stórar, mikið um fuglalíf og það bara hellirigndi.“ Chris er meðvitaður um hætturnar sem leynast á ýmsum stöðum suðurstrandarinnar. „Við sigldum framhjá Reynisfjöru og Vík og stundum var eina leiðin áfram rétt hjá sjónum þar sem það var mikið flóð. Maður þurfti bara að einbeita sér, þessi kafli var ekki beint rólegur þannig að maður gat notið hans.“ Á þriðja degi tók þá félaga um 18 tíma í rigningu að koma sér að neyðarskýliRyan Hill Chris hefur komið til Íslands um sjötíu sinnum og telst sannkallaður Íslandsvinur. Hann reynir eins og hann getur að búa á landinu en hér á hann einnig íbúð. Ferðina um suðurströndina segir hann einhverja þá allra mögnuðustu og sannarlega erfiðustu, þrátt fyrir að hafa áður farið í leiðangra yfir Mýrdalsjökul og hjólað yfir landið um hávetur. Undirbúningurinn var einnig sá mesti fyrir þessa ferð. „Ég veit ekki hvað ég á að líkja þessu við, þetta er smá svona eins og að klífa fjall án þess að vita hvar toppurinn er.“ Ljósmyndari Chris, Ryan Hill, var einnig með í för og tók magnaðar myndir sem má sjá hér að neðan. Á Instagram reikningi Chris Burkard hefur hann að auki sýnt frá ferðalaginu í nokkrum myndböndum sem óhætt er að mæla með. Ryan Hill Gott veður var fyrstu tvo daga leiðangursins.Ryan Hill Úr einni ánni.Ryan Hill Mikið puð er að hjóla lengi á sandi, að sögn Chris.Ryan Hill Ryan Hill Ryan Hill Ryan Hill
Ferðalög Siglingaíþróttir Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til. 14. janúar 2022 18:25 Eins og að horfa inn í stóran pítsuofn Ljósmyndarinn Chris Burkard er staddur á Íslandi og hefur farið nokkrar ferðir upp að gosinu til að mynda, meðal annars fyrir National Geographic. 12. apríl 2021 11:30 „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29
Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til. 14. janúar 2022 18:25
Eins og að horfa inn í stóran pítsuofn Ljósmyndarinn Chris Burkard er staddur á Íslandi og hefur farið nokkrar ferðir upp að gosinu til að mynda, meðal annars fyrir National Geographic. 12. apríl 2021 11:30
„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01