Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 09:01 McLaughlin átti eitt besta hlaup sögunnar í nótt. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi. Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira