Bætti treyjusölumet Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 17:15 Miklar vonir eru bundnar við Paulo Dybala í ítölsku höfuðborginni. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Skipti Paulo Dybala frá Juventus til Roma virðast hafa kveikt vel í stuðningsmönnum liðsins frá höfuðborginni. Aldrei hafa fleiri treyjur selst á einum degi á Ítalíu og þegar hann samdi við Roma. Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Samningur hins 28 ára gamla Dybala við Juventus, hvar hann hefur verið í sjö ár, rann út þann 30. júní. Ljóst var að hann myndi ekki framlengja við liðið og Roma stökk á tækifærið til að krækja í Dybala frítt. Miklar vonir voru bundnar við Argentínumanninn þegar hann var keyptur á 40 milljónir evra frá Palermo árið 2015 en hann hefur átt tímana tvenna í Tórínó, þar sem tíð stjóraskipti allra síðustu ár hafa ef til vill sett strik í reikninginn. Besta leiktíð hans var 2017-18 þar sem hann skoraði 22 mörk í ítölsku A-deildinni. Síðustu fjórar leiktíðir síðan hafa verið magrari hvað markaskorun varðar en fáum dyljast hæfileikar mannsins. Stuðningsmenn Roma eru þar á meðal en gríðarleg spenna virðist hafa gripið um sig fyrir komu Dybala til félagsins. Búast má við að sjá marga í Rómarborg í treyju merkta með 21 í vetur.Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Félagið seldi flestar treyjur á einum degi sem nokkurt ítalskt lið hefur gert áður. Þar með bætir Roma met Juventus sem græddi tugi milljóna evra á einum sólarhring þegar Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins frá Real Madrid sumarið 2018. Roma lenti í 6. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Liðið vann þá Sambandsdeild Evrópu og mun því leika í Evrópudeildinni í ár. Dybala er einn fjögurra leikmanna sem liðið hefur keypt, ásamt Serbunum Nemanja Matic og Mile Svilar, auk Tyrkjans Zeki Celik sem kom frá Lille í Frakklandi. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira