Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 10:39 Veðurstofan varar við óþarfa ferðum um bjargbrún Krýsuvíkurbjargs þegar jarðhræringar eru. Myndin er ekki af Krýsuvíkurbjargi. Vísir/Vilhelm Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir. „Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Það hafa verið sprungur þarna alveg lengi og sjórinn grefur undan. Þetta er bara eins og í sjávarhömrum, þá hrinur alltaf reglulega og koma sprungur í bergið. Þegar jarðskjálftahrinan var í undanfari Fagradalsgossins þá opnuðust sprungurnar mjög mikið og miklu innar, þær urðu mun greinilegri þær sem voru innar,“ sagði Esther Hlíðar Jensen landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því á RÚV um helgina að djúpar sprungur hafi myndast vestan við gamla vitann á bjarginu. Þá sé stór bergfylla að klofna frá bjarginu rétt fyrir neðan vitann. „Við fengum myndir 2020 og sáum núna að hún var búin að víkka síðan þá. Það er merki um að hún sé enn á hreyfingu. Það er alveg eðlilegt þó það séu engir jarðskjálftar, þá er sjórinn að grafa undan,“ segir Esther. Veðurstofan hafi engar upplýsingar um hve margir fari um Krísuvíkurbjarg. Því hafi henni þótt rétt að bæta í skiltin og aðvaranir vegna sprunganna. „Þær eru nokkuð djúpar en við erum ekki að mæla þetta, það eru ekki nein mæligögn. Við tökum bara það sem hafði verið að hreyfast, hversu stórt svæði það var lauslega, en við höfum ekki verið að mæla það neitt.“ Skipulagsbreytingar standi yfir á svæðinu, meðal annars á gönguleiðum, eftir að eldgosið í Fagradal hófst í fyrra. „Það gæti hrunið þarna út í sjó og það gerði það 2020, þá hrundi stór spilda þarna niður og nokkrar. Við vorum með myndir, fyrir og eftir, þar sem sást að höfðu hrunið stór stykki. Þetta mun gerast áfram,“ segir Esther. „Í rauninni getum við ekkert sagt hvenær það er en ef það er jarðskjálftahrina í gangi, sérstaklega með stórum skjálftum, þá eru meiri líkur á því. Það er eina sem við höfum í höndunum. Ef við vitum að er jarðskjálftahrina þá gefum við út viðvörun um að það sé hætta á hruni úr sjávarhömrum.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Bítið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42 Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. 7. maí 2022 14:21
Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. 18. mars 2021 06:42
Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. 22. október 2020 21:31