Hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júlí 2022 12:01 Oddný er nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir formanns stjórnar Landspítala um að fækka starfsfólki spítalans á stuðningssviðum í hagræðingarskyni fullkomlega óraunhæfar. Stuðningsfólkið létti undir með hjúkrunarfræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar. Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Stöðum á svokölluðum stuðningssviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúklingum. Þessar hugmyndir falla illa í kramið hjá Samfylkingunni. Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska „Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Landspítala með því að segja upp starfsfólki og halda uppi sömu þjónustu séu fullkomlega óraunhæfar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. Formaður Félags lífeindafræðinga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfsfólki fækki. Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúklingum væri gríðarlega mikilvæg fyrir endaniðurstöðu á meðferð þeirra. „Við þurfum að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólkið okkar haldist í vinnu og það yfirgefi ekki vettvang vegna álags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sérstaklega eftir Covid-faraldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðningsfólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunarfólkinu. Það væri óraunhæft,“ segir Oddný. Hún er sammála Birni Zoëga í því að mannekla sé helsta vandamál spítalans. Álagið hafi því verið gríðarlegt á starfsfólkinu. „Þess vegna hefur stuðningsfólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með öllum ráðum,“ segir Oddný. Stjórnvöld verði að sætta sig við að það muni kosta talsvert fjármagn að halda í heilbrigðisstarfsfólk; bæta þurfi launakjör þess og tryggja þeim viðunandi starfsaðstæður svo fátt eitt sé nefnt.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira