Fabregas á leið í ítölsku B-deildina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 09:00 Cesc Fabregas er á leið í ítölsku B-deildina. Jonathan Moscrop/Getty Images Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea, Barcelona og spænska landsliðsins, er á leið til ítalska B-deildarliðsins Como 1907. Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012. Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012.
Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira