Skortur á Parkódín forte Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 12:04 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skortur er á Parkódín forte hér á landi. Vísir/Vilhelm Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum. Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja. Verslun Lyf Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja.
Verslun Lyf Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira