Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 28. júlí 2022 09:01 Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Kynferðisofbeldi Ferðalög Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun