Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2022 11:49 Talið er að GTA VI komi einhvern tímann á næstu árum en það er ekki ólíklegt að útgáfunni seinki. Rockstar Games Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. Fáum tölvuleikjum í sögunni hefur verið beðið eftir með jafnmikilli eftirvæntingu og Grand Theft Auto VI, sjötta leiksins í hinni gríðarvinsælu GTA-seríu. Síðasti leikur seríunnar, Grand Theft Auto V, kom út árið 2013 svo biðin eftir sjötta leiknum er orðin býsna löng. Þrátt fyrir að það sé liðinn nærri áratugur frá útgáfu fimmta leiksins hefur Rockstar Games lítið sagt um væntanlegan sjötta leikinn. Þangað til núna. Rómanskt-amerískt glæpakvendi í aðalhlutverki Í nýlegri umfjöllun Bloomberg komu í fyrsta sinn fram bitastæðar upplýsingar um sjötta leikinn en þar kemur meðal annars fram að hann muni eiga sér stað í skáldaðri útgáfu af Miami í Flórída. Þá kemur fram að leikurinn sé búinn að vera í framleiðslu frá árinu 2014 og hans sé von einhvern tímann á bilinu frá apríl 2023 til mars 2024. Efasemdaraddir hafa þó kviknað um hvort slíkar áætlanir séu raunsæjar. Einnig kemur þar fram að spilarar leiksins muni bregða sér í hlutverk pars sem sé lauslega byggt á hinum frægu glæpahjónum og bankaræningjum Bonnie og Clyde. Þá verði glæpakonan af rómansk-amerískum uppruna, svokölluð „latina“ á ensku. Rockstar Games hafa í gegnum tíðina hlotið gagnrýni fyrir birtingarmyndir kvenna í GTA-leikjunum.Rockstar Games Þessar fréttir koma nokkuð á óvart af því að í tölvuleikjaserían hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að vera bæði mjög karllæg og kvenfyrirlitin. Konur hafa hingað til fengið lítil hlutverk í seríunni og þá yfirleitt sem ástarviðföng karla, fórnarlömb, stripparar eða vændiskonur. Fyrir vikið hefur serían hlotið mikla gagnrýni, bæði fyrir birtingarmyndir á borð við þessar, yfirgengilegt ofbeldi og fordómafullt innihald. Stórfelld stefnubreyting inn á við og út á við Í ljósi þess er áhugavert að Rockstar Games hefur greint frá því að auk fyrrnefndrar kvenpersónu ætli framleiðandinn að draga úr rasískum, hómófóbískum og kvenfyrirlitnum bröndurum í sjötta leiknum. Báðar ákvarðanirnar eru hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem vilja innleiða hlýlegri vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins og bæta ásýnd þess út á við. Kúrekaleikurinn Red Dead Redemption 2 hlaut mjög góðar viðtökur hjá bæði gagnrýnendum og tölvuleikjaspilurum þegar hann kom út 2018.Getty/Chesnot Eftir útgáfu fyrirtækisins á tölvuleiknum Red Dead Redemption 2 árið 2018 bárust fréttir af gríðarlega miklum yfirvinnustundum þar sem starfsmenn sem unnu að leiknum voru neyddir til að vinna allt að hundrað klukkustunda vinnuvikur til að ljúka við hann. Fyrirtækið hlaut mikla gagnrýni fyrir þetta innan sem utan fyrirtækisins. Síðan þá hefur fyrirtækið ákveðið að bæta úr vinnuskilyrðum innan fyrirtækisins, fækka yfirvinnustundum og bjóða upp á sveigjanlegri vinnutíma. Jafnframt hefur fyrirtækið ákveðið að vera menningarlega næmara, sérstaklega gagnvart jaðarhópum. Auk fyrrnefndra ákvarðana, kvenaðalhlutverksins og fækkunar á fordómafullum bröndurum, ákvað fyrirtækið að taka út transfóbískt innihald úr GTA V í nýlegri uppfærslu á leiknum. Viðbrögð fólks misjöfn Eins og mátti búast við hafa viðbrögð fólks við þessum fréttum verið misjöfn. Sumir hafa hrósað fyrirtækinu fyrir að vera loksins í takt við tímann á meðan aðrir segja þetta vera hluta af svokallaðri woke-væðingu. GTA 6 is going to go woke.They ll also go broke.— Lavern Spicer (@lavern_spicer) July 27, 2022 Tölvuleikjaspilarar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir breytingum sem þessum og hafa í gegnum tíðina gjarnan brugðist ókvæða við því að tölvuleikjaframleiðendur reyni að auka við margbreytileika í tölvuleikjum sínum. Þetta var sérstaklega áberandi árin 2014 og 2015 þegar stór hópur tölvuleikjaspilara stofnaði hreyfinguna Gamergate sem sneri að því að mótmæla femínisma í tölvuleikjaiðnaðinum. Leikjavísir Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. 4. febrúar 2022 15:27 Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Fáum tölvuleikjum í sögunni hefur verið beðið eftir með jafnmikilli eftirvæntingu og Grand Theft Auto VI, sjötta leiksins í hinni gríðarvinsælu GTA-seríu. Síðasti leikur seríunnar, Grand Theft Auto V, kom út árið 2013 svo biðin eftir sjötta leiknum er orðin býsna löng. Þrátt fyrir að það sé liðinn nærri áratugur frá útgáfu fimmta leiksins hefur Rockstar Games lítið sagt um væntanlegan sjötta leikinn. Þangað til núna. Rómanskt-amerískt glæpakvendi í aðalhlutverki Í nýlegri umfjöllun Bloomberg komu í fyrsta sinn fram bitastæðar upplýsingar um sjötta leikinn en þar kemur meðal annars fram að hann muni eiga sér stað í skáldaðri útgáfu af Miami í Flórída. Þá kemur fram að leikurinn sé búinn að vera í framleiðslu frá árinu 2014 og hans sé von einhvern tímann á bilinu frá apríl 2023 til mars 2024. Efasemdaraddir hafa þó kviknað um hvort slíkar áætlanir séu raunsæjar. Einnig kemur þar fram að spilarar leiksins muni bregða sér í hlutverk pars sem sé lauslega byggt á hinum frægu glæpahjónum og bankaræningjum Bonnie og Clyde. Þá verði glæpakonan af rómansk-amerískum uppruna, svokölluð „latina“ á ensku. Rockstar Games hafa í gegnum tíðina hlotið gagnrýni fyrir birtingarmyndir kvenna í GTA-leikjunum.Rockstar Games Þessar fréttir koma nokkuð á óvart af því að í tölvuleikjaserían hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að vera bæði mjög karllæg og kvenfyrirlitin. Konur hafa hingað til fengið lítil hlutverk í seríunni og þá yfirleitt sem ástarviðföng karla, fórnarlömb, stripparar eða vændiskonur. Fyrir vikið hefur serían hlotið mikla gagnrýni, bæði fyrir birtingarmyndir á borð við þessar, yfirgengilegt ofbeldi og fordómafullt innihald. Stórfelld stefnubreyting inn á við og út á við Í ljósi þess er áhugavert að Rockstar Games hefur greint frá því að auk fyrrnefndrar kvenpersónu ætli framleiðandinn að draga úr rasískum, hómófóbískum og kvenfyrirlitnum bröndurum í sjötta leiknum. Báðar ákvarðanirnar eru hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem vilja innleiða hlýlegri vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins og bæta ásýnd þess út á við. Kúrekaleikurinn Red Dead Redemption 2 hlaut mjög góðar viðtökur hjá bæði gagnrýnendum og tölvuleikjaspilurum þegar hann kom út 2018.Getty/Chesnot Eftir útgáfu fyrirtækisins á tölvuleiknum Red Dead Redemption 2 árið 2018 bárust fréttir af gríðarlega miklum yfirvinnustundum þar sem starfsmenn sem unnu að leiknum voru neyddir til að vinna allt að hundrað klukkustunda vinnuvikur til að ljúka við hann. Fyrirtækið hlaut mikla gagnrýni fyrir þetta innan sem utan fyrirtækisins. Síðan þá hefur fyrirtækið ákveðið að bæta úr vinnuskilyrðum innan fyrirtækisins, fækka yfirvinnustundum og bjóða upp á sveigjanlegri vinnutíma. Jafnframt hefur fyrirtækið ákveðið að vera menningarlega næmara, sérstaklega gagnvart jaðarhópum. Auk fyrrnefndra ákvarðana, kvenaðalhlutverksins og fækkunar á fordómafullum bröndurum, ákvað fyrirtækið að taka út transfóbískt innihald úr GTA V í nýlegri uppfærslu á leiknum. Viðbrögð fólks misjöfn Eins og mátti búast við hafa viðbrögð fólks við þessum fréttum verið misjöfn. Sumir hafa hrósað fyrirtækinu fyrir að vera loksins í takt við tímann á meðan aðrir segja þetta vera hluta af svokallaðri woke-væðingu. GTA 6 is going to go woke.They ll also go broke.— Lavern Spicer (@lavern_spicer) July 27, 2022 Tölvuleikjaspilarar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir breytingum sem þessum og hafa í gegnum tíðina gjarnan brugðist ókvæða við því að tölvuleikjaframleiðendur reyni að auka við margbreytileika í tölvuleikjum sínum. Þetta var sérstaklega áberandi árin 2014 og 2015 þegar stór hópur tölvuleikjaspilara stofnaði hreyfinguna Gamergate sem sneri að því að mótmæla femínisma í tölvuleikjaiðnaðinum.
Leikjavísir Bandaríkin Jafnréttismál Tengdar fréttir Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. 4. febrúar 2022 15:27 Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. 4. febrúar 2022 15:27
Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti. 5. júlí 2021 14:36