Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Meðal þess sem börnin gera á námskeiðinu er að tjá sig með myndlist. Hér má sjá hjarta sem samsett er úr þjóðfánum Úkraínu og Íslands. Vísir/Einar Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi. Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi.
Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent