Engin Sara en Snorri Barón er samt með níu skjólstæðinga á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 12:00 Snorri Barón Jónsson með þeim Söru Sigmundsdóttur og Gabrielu Migala sem er líkleg til afreka á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, er orðinn risastórt nafn í CrossFit heiminum enda með fjölda skjólstæðinga sem eru í fremstu röð í greininni. Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur. CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur.
CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira