Dagskráin í dag: Liverpool mætir City og tveir leikir í Bestu deild karla Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 06:00 Cancelo og Salah verða líklega í eldlínunni í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag þar sem golf og fótbolti er á boðstólunum. Hæst ber formlegt upphaf tímabilsins í enska boltanum þar sem Liverpool og Manchester City keppa um Samfélagsskjöldinn. Fótbolti Tveir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í dag sem báðir hefjast klukkan 14:00. Víkingur spilar síðasta leik 14. umferðar er liðið heimsækir Stjörnuna í hörkuleik í Garðabæ. Aðeins fjögur stig aðskilja liðin í töflunni, þar sem Víkingur situr í öðru sæti með 28 stig en Stjarnan er með 23 stig í því fjórða. Vinni Víkingur leikinn saxa þeir á forskot topplið Breiðabliks í fjögur stig en Stjarnan kemst aðeins stigi frá KA í þriðja sæti með sigri. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en bein útsending hefst klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport. Þá er á dagskrá Þjóðhátíðarleikur í Vestmannaeyjum er ÍBV mætir Keflavík. Eyjamenn hafa unnið tvo leiki í röð í deildinni og geta slitið sig lítillega frá botnbaráttunni með sigri. Keflavík hefur aftur á móti þurft að þola tvö tap í röð og vilja eflaust komast aftur á sigurbraut. Leikur liðanna er sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin frá klukkan 13:50. Tímabilið í enska boltanum fer þá formlega af stað í dag. Englandsmeistarar Manchester City mæta Liverpool í leik um Samfélagsskjöldinn á King Power-vellinum í Leicester. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en upphitun fyrir hann fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður þá gerður upp að honum loknum klukkan 18:00. Golf Einnig er nóg um að vera í golfinu. Bein útsending frá Hero Open-mótinu hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4. Opna skoska meistaramótið í kvennaflokki, sem er hluti af LET-mótaröðinni, er á dagskrá á Stöð 2 Golf frá klukkan 12:30. Rocket Mortgage Classic-mótið heldur einnig áfram á PGA-túrnum en bein útsending frá því hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Dagskráin í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Fótbolti Tveir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í dag sem báðir hefjast klukkan 14:00. Víkingur spilar síðasta leik 14. umferðar er liðið heimsækir Stjörnuna í hörkuleik í Garðabæ. Aðeins fjögur stig aðskilja liðin í töflunni, þar sem Víkingur situr í öðru sæti með 28 stig en Stjarnan er með 23 stig í því fjórða. Vinni Víkingur leikinn saxa þeir á forskot topplið Breiðabliks í fjögur stig en Stjarnan kemst aðeins stigi frá KA í þriðja sæti með sigri. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en bein útsending hefst klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport. Þá er á dagskrá Þjóðhátíðarleikur í Vestmannaeyjum er ÍBV mætir Keflavík. Eyjamenn hafa unnið tvo leiki í röð í deildinni og geta slitið sig lítillega frá botnbaráttunni með sigri. Keflavík hefur aftur á móti þurft að þola tvö tap í röð og vilja eflaust komast aftur á sigurbraut. Leikur liðanna er sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin frá klukkan 13:50. Tímabilið í enska boltanum fer þá formlega af stað í dag. Englandsmeistarar Manchester City mæta Liverpool í leik um Samfélagsskjöldinn á King Power-vellinum í Leicester. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en upphitun fyrir hann fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður þá gerður upp að honum loknum klukkan 18:00. Golf Einnig er nóg um að vera í golfinu. Bein útsending frá Hero Open-mótinu hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4. Opna skoska meistaramótið í kvennaflokki, sem er hluti af LET-mótaröðinni, er á dagskrá á Stöð 2 Golf frá klukkan 12:30. Rocket Mortgage Classic-mótið heldur einnig áfram á PGA-túrnum en bein útsending frá því hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Dagskráin í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira