Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi og nú rétt fyrir klukkan fimm mældist stærsti skjálftinn til þessa. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. „Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira