Vinningurinn var svo stór af því að frá 15. apríl var búið að draga 29 sinnum úr lottóinu í röð án vinnings. Líkurnar á því að vinna stóra vinninginn eru einn á móti 302 milljónum svo heppnin var greinilega með vinningshafanum í liði.
Vinningurinn sem starfsmenn lottósins segja vera 1,337 milljarð Bandaríkja er einungis svo stór ef vinningshafinn velur að fá hann greiddan út í hlutagreiðslum yfir næstu 29 ár. Velji viðkomandi að fá vinninginn í einu lagi fær hann einungis um 780 milljónir Bandaríkjadala.
Miðinn var keyptur á Speedway bensínstöð í Des Plaines í Illinois og voru vinningstölurnar 13-36-45-57-67 og megaboltinn 14. Vinningshafinn hefur hins vegar ekki enn gefið sig fram samkvæmt forsvarsmönnum lottósins.