Næsta kynslóð af Dodge Charger og Challenger verða rafbílar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. ágúst 2022 07:01 Dodge Charger. Gömlu vígin falla nú hvert á fætur öðru. Fleiri og fleiri rótgrónir framleiðendur eru að snúa sér að hreinum rafbílum. Dodge er sá nýjasti í þeim hópi og það með sportbílum sínum, Charger og Challenger. Charger og Challenger eru tveir af vinsælustu sportbílum Ameríku. Báðir eru goðsagnakenndir þökk sé krafti og útliti sínu, viðráðanlegu verði og átta strokka vélum sem hljóma ískyggilega vel. Margir hefðu haldið að Dodge myndi byrja á að framleiða Ram 1500, pallbílinn sem rafbíl, til að keppa við Ford 150 Lightning og Chevrolet Silverado EV en svo virðist ekki vera. Fulltrúi Dodge hafði samband við Motor1 vefmiðilinn vegna fréttar sem birtist nýlega. Fréttin fjallaði um að Hemi vélarnar sem nú eru í Charger og Challenger myndu koma aftur í næstu kynslóð bílanna. Fulltrúi Dodge sendi tölvupóst sem hljóðaði svo í þýðingu blaðamanns: „Þessi frétt er röng. Hemi vélin í þessum bílum er að hverfa. Næsta kynslóð verður hreinn rafbíll.“ Næsta kynslóð er væntanleg eftir um tvö ár og virðist samkvæmt öllu eiga að vera rafbíll. Væntingar standa til þess að Dodge kynni áform sín um framleiðslu rafbíla seinna í ágúst. Vistvænir bílar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Charger og Challenger eru tveir af vinsælustu sportbílum Ameríku. Báðir eru goðsagnakenndir þökk sé krafti og útliti sínu, viðráðanlegu verði og átta strokka vélum sem hljóma ískyggilega vel. Margir hefðu haldið að Dodge myndi byrja á að framleiða Ram 1500, pallbílinn sem rafbíl, til að keppa við Ford 150 Lightning og Chevrolet Silverado EV en svo virðist ekki vera. Fulltrúi Dodge hafði samband við Motor1 vefmiðilinn vegna fréttar sem birtist nýlega. Fréttin fjallaði um að Hemi vélarnar sem nú eru í Charger og Challenger myndu koma aftur í næstu kynslóð bílanna. Fulltrúi Dodge sendi tölvupóst sem hljóðaði svo í þýðingu blaðamanns: „Þessi frétt er röng. Hemi vélin í þessum bílum er að hverfa. Næsta kynslóð verður hreinn rafbíll.“ Næsta kynslóð er væntanleg eftir um tvö ár og virðist samkvæmt öllu eiga að vera rafbíll. Væntingar standa til þess að Dodge kynni áform sín um framleiðslu rafbíla seinna í ágúst.
Vistvænir bílar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent