Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2022 22:20 Skeggið mælt á Guðmundi Júlíusi Þórðarsyni. Arnar Halldórsson Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flóahreppur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Flóahreppur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira