Fótbolti

Mögulegt að Víkingur mæti Malmö aftur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Víkingar mæta Lech Poznan í Víkinni á fimmtudagskvöldið.
Víkingar mæta Lech Poznan í Víkinni á fimmtudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét

Vinni Víkingur einvígi sitt við Lech Poznan frá Póllandi í Sambandsdeild Evrópu er mögulegt að liðið mæti Malmö frá Svíþjóð á ný. Malmö sló Víking út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.

Dregið var í næstu umferð Sambandsdeildarinnar í dag en Víkingur og Breiðablik keppa fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppninnar á fimmtudaginn kemur. Víkingur mætir Póllandsmeisturum Lech Poznan en Breiðablik keppir við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir.

Vinni Víkingur einvígi sitt við Poznan munu þeir mæta tapliðinu úr einvígi Malmö og Dudelange í forkeppni Evrópudeildarinnar. Taplið þess einvígis færist yfir í Sambandsdeildina og mætir sigurliðinu úr einvígi Víkings og Lech Poznan.

Hafi Breiðablik betur gegn Basaksehir mun það mæta sigurliðinu úr einvígi Lilleström frá Noregi og Antwerp frá Belgíu.

Hólmbert Aron Friðjónsson leikur með liði Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×