Pólskur miðill: Verður þetta Stjarnan taka tvö? Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 16:45 Víkingur tekur á móti Lech Poznan á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Pólski fótboltamiðillinn Gol24 kynnti Víkinga til leiks á vef sínum í dag er hitað var upp fyrir viðureign Víkings við Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöldið í Víkinni. Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira