Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 07:35 Nancy Pelosi og Tsai Ing-wen. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi. Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir. Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar. Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum. Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína. Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar. It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022 Bandaríkin Taívan Kína Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi. Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir. Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar. Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum. Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína. Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar. It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022
Bandaríkin Taívan Kína Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira