Bestu veiðistaðir Elliðaánna Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2022 09:29 Það komast færri að en vilja í Elliðaárnar í sumar svfr.is Veiðin í Elliðaánum hefur gengið vel í sumar og það hafa verið prýðilegar göngur í árnar sem hefur skilað um 500 löxum það sem af er sumri. Það er áhugavert að skoða hvaða veiðistaðir gefa bestu veiðina í ánum og það vekur athygli að af topp tíu bestu stöðunum eru fimm ofan Árbæjarstíflu. Hundasteinar hafa gefið mest í sumar eða samtals 85 laxa og eru langgjöfulasti veiðistaðurinn í sumar. Símastrengur er í öðru sæti með 49 laxa en það er alveg magnað hvað þessi netti staður getur haldið af laxi. Árbæjarhylur er með 48 laxa og þar er mikið af laxi síðsumars svo það er ekkert ólíklegt að hann eigi eftir að vera ofar á þessum lista ef ekki efstur þegar líður á tímabilið. Hraun hefur svo gefið 43 laxa og Kerlingaflúðir 18 laxa. Kerlingaflúðir var einn af þessum veiðistöðum sem talað var um sem dæmigerðar maðkaholur en það er reglulega gaman að sjá hvað margir skella flugunni undir þarna því þetta er skemmtilegur "pocket fishing" eða holuveiði veiðistaður. Það er ennþá rúmur mánuður eftir af veiði í ánum og Veiðivísir er nokkuð viss um að heildartalan fari líklega yfir 700 laxa ef síðsumarsveiðimenn fá þokkalegt veður til veiða. Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Bíða skýringa úr Kleifarvatni Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði
Það er áhugavert að skoða hvaða veiðistaðir gefa bestu veiðina í ánum og það vekur athygli að af topp tíu bestu stöðunum eru fimm ofan Árbæjarstíflu. Hundasteinar hafa gefið mest í sumar eða samtals 85 laxa og eru langgjöfulasti veiðistaðurinn í sumar. Símastrengur er í öðru sæti með 49 laxa en það er alveg magnað hvað þessi netti staður getur haldið af laxi. Árbæjarhylur er með 48 laxa og þar er mikið af laxi síðsumars svo það er ekkert ólíklegt að hann eigi eftir að vera ofar á þessum lista ef ekki efstur þegar líður á tímabilið. Hraun hefur svo gefið 43 laxa og Kerlingaflúðir 18 laxa. Kerlingaflúðir var einn af þessum veiðistöðum sem talað var um sem dæmigerðar maðkaholur en það er reglulega gaman að sjá hvað margir skella flugunni undir þarna því þetta er skemmtilegur "pocket fishing" eða holuveiði veiðistaður. Það er ennþá rúmur mánuður eftir af veiði í ánum og Veiðivísir er nokkuð viss um að heildartalan fari líklega yfir 700 laxa ef síðsumarsveiðimenn fá þokkalegt veður til veiða.
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Bíða skýringa úr Kleifarvatni Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði