Ungu enn efstar en Toomey heimsmeistari er mætt: Get ekki f-g beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 08:00 Þuríður Erla Helgadóttir er komin inn á topp tíu eftir flottan dag. Instagram/@thurihelgadottir Íslenska CrossFit fólkið var bæði á upp- og niðurleið í Madison í gær. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig um sjö sæti en Björgvin Karl Guðmundsson datt aftur á móti niður um sex sæti eftir keppni á öðrum degi heimsleikanna í CrossFit. Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira