Ungu enn efstar en Toomey heimsmeistari er mætt: Get ekki f-g beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 08:00 Þuríður Erla Helgadóttir er komin inn á topp tíu eftir flottan dag. Instagram/@thurihelgadottir Íslenska CrossFit fólkið var bæði á upp- og niðurleið í Madison í gær. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig um sjö sæti en Björgvin Karl Guðmundsson datt aftur á móti niður um sex sæti eftir keppni á öðrum degi heimsleikanna í CrossFit. Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira