Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 11:31 Stuðningsmönnum Lech Poznan var heitt í hamsi í Víkinni í gær. stöð 2 sport Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn