HK og Fylkir skrefi nær Bestu deildinni | Sjáðu ótrúlegt mark Emils Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 21:51 Emil Ásmundsson skoraði stórkostlegt mark fyrir Fylki í kvöld. vísir/bára Fjórir leikir voru á dagskrá í 15. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld og þrír leikir í Lengjudeild kvenna. HK er í góðri stöðu til að fara upp í báðum. Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira
Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira