Þuríður tólfta og Björgvin áttundi eftir daginn Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 00:12 Þuríður Erla Helgadóttir er tólfta í keppni kvenna á heimsleikunum eftir daginn. vísir/anton Lokagrein dagsins í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit er að baki og íslensku keppendurnir eru í fínum málum. Greinin sneri að hæfni á hjóli. Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira