„Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 09:00 Íbúar límdu þessa önd á fótboltavöllinn. Á myndinni má sjá töluna 208 en það er fjöldi fugla sem þurfti að aflífa ásamt þeim fjölda fugla sem drapst í olíulekanum. vísir Súgfirðingar gengu í gær til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys í þorpinu fyrr á árinu. Skipuleggjandi segir mikilvægt að atvikið gleymist ekki og að lærdómur verði dreginn af því. Í mars síðastliðnum fór mikill fjöldi friðaðra æðarfugla illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar af olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Aflífa þurfti fuglana þrátt fyrir hetjulegar björgunaraðgerðir Súgfirðinga þar sem reynt var að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra. Um fjörutíu Súgfirðingar gengu í gær til minningar æðarfuglanna. Íbúar gengu með krossa um háls og sungu andarbæjarlagið. „Þetta var mjög skemmtilegt. Við fórum frá félagsheimilinu og enduðum hjá fótboltavellinum og mynduðum hring í æðaröndinni sem við vorum búin að búa til. Þetta var mjög fallegt augnablik þar sem við heiðruðum minningu andanna og þetta var mjög gaman. Vorum með tónlist undir og þetta var alveg ógleymanlegt fyrir okkur öll sem vorum á svæðinu,“ sagði Einar Mikael Sverrisson, skipuleggjandi göngunnar. Auk þess að heiðra minningu andanna var tilgangur minningargöngunnar að passa að svona gerist ekki aftur. „Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast og það sem var ekki til staðar á sínum tíma var að það voru engir verkferlar hjá tilteknum stofnunum eða ábyrgðaraðilum og þeir voru búnir að lofa því að þessu yrði kippt í liðinn hið snarasta. Þannig að við vonumst til þess að þeir ætli að standa við það því þetta er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við missum ekki þetta traust út á við út af ferðaþjónustunni að við séum að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Fuglar Tengdar fréttir Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í mars síðastliðnum fór mikill fjöldi friðaðra æðarfugla illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar af olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Aflífa þurfti fuglana þrátt fyrir hetjulegar björgunaraðgerðir Súgfirðinga þar sem reynt var að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra. Um fjörutíu Súgfirðingar gengu í gær til minningar æðarfuglanna. Íbúar gengu með krossa um háls og sungu andarbæjarlagið. „Þetta var mjög skemmtilegt. Við fórum frá félagsheimilinu og enduðum hjá fótboltavellinum og mynduðum hring í æðaröndinni sem við vorum búin að búa til. Þetta var mjög fallegt augnablik þar sem við heiðruðum minningu andanna og þetta var mjög gaman. Vorum með tónlist undir og þetta var alveg ógleymanlegt fyrir okkur öll sem vorum á svæðinu,“ sagði Einar Mikael Sverrisson, skipuleggjandi göngunnar. Auk þess að heiðra minningu andanna var tilgangur minningargöngunnar að passa að svona gerist ekki aftur. „Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast og það sem var ekki til staðar á sínum tíma var að það voru engir verkferlar hjá tilteknum stofnunum eða ábyrgðaraðilum og þeir voru búnir að lofa því að þessu yrði kippt í liðinn hið snarasta. Þannig að við vonumst til þess að þeir ætli að standa við það því þetta er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við missum ekki þetta traust út á við út af ferðaþjónustunni að við séum að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Fuglar Tengdar fréttir Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24
Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05