Mikið um rafskútuslys í nótt Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 07:45 Ekkert liggur fyrir um hvort rafskúturnar sem ollu fólki ama í nótt hafa verið teknar á leigu eða í einkaeigu. Vísir/Vilhelm Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist. Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja. Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira