Færeyska Kringvarpið greinir frá þessu en Herjólfur III er í leigu hjá stofnuninni Strandfaraskip landsins frá Vegagerðinni en stofnuninn rekur ferjur og almenningsvagna í Færeyjum.
Ekki nóg með það að Herjólfur III sé ekki nægilega stór að sögn Færeyinga þá tekur siglinginn einnig lengri tíma. Þeir sem stofnuðu undirskriftarlistann vilja koma í veg fyrir að Smyril fari í slipp þar til ný afleysingarferja er fundin.
Færeyingar hafa einnig kallað eftir því að lögð verði göng milli Suðureyjar og Straumseyjar þar sem Þórshöfn er. Vonast þeir eftir því að geta keyrt á milli eyjanna árið 2030.