Toomey endaði ferilinn á enn einum titlinum | Björgvin Karl varð níundi Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 19:10 Yfirburðaframmistaða, sjötta árið í röð. Robert Cianflone/Getty Images Hin ástralska Tia-Clair Toomey fagnaði sigri á heimsleikunum í Crossfit í sjötta og síðasta sinn en hún hyggst hætta að keppa í Crossfit eftir leikana helgarinnar. Í karlaflokki varði Justin Medeiros titil sinn. Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini. CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini.
CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira