Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“ Atli Arason skrifar 7. ágúst 2022 20:01 Eiður Smári djúpt hugsi á hliðarlínunni í kvöld. Hulda Margrét Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik. Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00