Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2022 10:00 Breiðablik tapaði með þriggja marka mun fyrir Stjörnunni í gær, 5-2. vísir/Hulda Margrét Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira