Britney er sár og ósátt með ummæli Kevins og tjáði sig opinberlega um það á Instagram miðli sínum. Eiginmaður hennar Sam Asghari tók einnig í sama streng og eiginkona sína og sagði það sýna innri mann Kevins að styðja við þrettán ára sjálfræðissviptinguna.
Kevin segist finna til með strákunum
Í viðtali við Daily Mail sagði Kevin: „Strákarnir hafa ákveðið að þeir vilji ekki hitta hana núna. Það eru nokkrir mánuðir síðan þeir sáu hana síðast. Þeir tóku þá ákvörðun að fara ekki í brúðkaupið hennar."
Kevin sagðist einnig eiga erfitt með að útskýra ákvörðun móður þeirra um að birta myndir þar sem hún klæðist lítið af fötum á netinu fyrir sonum sínum tveimur: „Það er kannski bara önnur leið sem hún notar til að reyna að tjá sig,“ segist hann hafa sagt við syni sína í viðtalinu við The Daily Mail. „En það breytir því ekki hvað það gerir þeim. Þetta er erfitt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera unglingur og þurfa að fara í menntaskóla."

Segir Jamie Spears hafa bjargað lífi hennar
Kevin segist ekki hafa neitt á móti Jamie, föður Britney: „Ég sá þennan mann sem var virkilega annt um fjölskylduna sína og vildi að allt væri í lagi,“ sagði Kevin um fyrrum tengdaföður sinn. „Þegar Jamie tók við komst allt í lag. Hann bjargaði lífi hennar."
Hann segir syni þeirra þó hafa haft margar spurningar um sjálfræðisdeiluna sem átti sér stað síðustu ár: „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að mamma þeirra þyrfti hjálp, þú veist, og að fólkið var að eiga þátt í því að reyna að láta það gerast, til að gera það betra,"
Synir Kevin og Britney eru eins og er með nálgunarbann gegn afa sínum Jamie eftir að hann lenti í líkamlegum átökum við Sean Preston árið 2019, sem þá var aðeins þrettán ára.
„Ég myndi algerlega bjóða Jamie Spears velkominn aftur í líf strákanna. Sérstaklega ef það væri það sem strákarnir vildu," sagði hann og bætti við: „Ég hef engar slæmar tilfinningar til Jamie Spears.“
Britney er sár
Á Instagram miðli sínum kom Britney með yfirlýsingu í story um viðtalið sem barnsfaðir hennar fór í. „Það hryggir mig að heyra að fyrrverandi eiginmaður minn hafi ákveðið að ræða sambandið milli mín og barna minna,“ sagði hún.
„Líkt og við vitum öll er aldrei auðvelt fyrir neinn að ala upp unglingsstráka. Það veldur mér áhyggjum að ástæðan sem hann gefur upp sé byggð á Instagramminu mínu. Það var LÖNGU á undan Instagram," segir hún um samband sitt við syni sína og bætti við:
„Aðeins eitt orð: SÁRT."

Hvetur þau til þess að horfa á Big Booty
Auk þess að tjá sig í story á miðlinum setti hún einnig inn færslu þar sem stóð meðal annars: „Ég minni á að áföllin og móðgunin sem fylgja frægðinni og þessum málum hafa ekki bara áhrif á mig heldur líka börnin mín!!!!!,“ skrifaði hún þar. „Ég er bara mennsk og ég hef gert mitt besta...ég vil satt best að segja deila skoðunum mínum!!!!
Ég vil gerast svo djörf að biðja Federline hjónin að horfi á BIG BOOTY VIDEOIÐ!!! Aðrir listamenn hafa gert miklu verri hluti þegar börnin þeirra voru mjög ung!!!“ Segir hún og vitnar þar myndbandið við lagið Big Booty með Megan Thee Stallion og Gucci Mane.
Sam styður sína konu
„Það er ekkert réttmæti í yfirlýsingu hans um að krakkarnir hafi fjarlægt sig og það er óábyrgt að koma opinberlega með þá yfirlýsingu,“ sagði Sam einnig á sínum persónulega miðli og bætti við: „Strákarnir eru mjög klárir og verða bráðum 18 ára og geta tekið sínar eigin ákvarðanir og gætu á endanum áttað sig á því að „erfiði“ hlutinn var að eiga föður, sem hefur ekki unnið mikið í meira en 15 ár, sem fyrirmynd.“
Sam segist ekki þekkja Kevin persónulega en segist ekkert hafa á móti honum annað en það að hann sé að láta konuna sína líta út fyrir að vera illmenni. Hann segir persónuleika Kevins skína í gegn með því að hann samþykki þessa grimmu sjálfræðissviptingu sem Britney gekk í gegnum í þrettán ár og að hann sé að sína föður hennar Jamie stuðning. Hann segir alla sem styðja við frelsissviptinguna hafa rangt fyrir sér eða vera að græða á því.
Sam óskar honum alls hins besta
„Ég óska honum alls hins besta og vona að hann hafi jákvæðari viðhorf í framtíðinni til með hagsmuni allra sem eiga í hlut að leiðarljósi.“
"En í bili: Haltu nafni konunnar minnar út úr munninum á þér,"
segir Sam og vitnar þar í orð Will Smith á Óskarnum fyrr á árinu.