Vildi herforingja eins og Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 15:03 Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna árið 2018. Vinstra megin við hann er John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri hans og fyrrverandi herforingi. Getty/Leon Neal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira